Auglýsing og kynning

Auglýsing og kynning vegna vinnu við matsáætlun fyrir sorpförgun á NV Undanfarin misseri hefur samstarfsnefnd um sorpförgun á NV unnið að því að leita hentugra leiða fyrir sameiginlegt sorpurðunarsvæði fyrir Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjörð. Samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 er slík framkvæmd matsskyld og ber framkvæmdaraðila að kynna “tillögu að matsáætlun” bæði umsagnaraðilum og almenningi. Skilgreining á matsáætlun skv. lögum er eftirfarandi: Áætlun framkvæmdaraðila byggð á tillögu hans um á hvaða þætti framkvæmdarinnar og umhverfis leggja skuli áherslu í matsskýrslu og um kynningu og samráð við gerð matsskýrslu. Fyrir liggja drög að “tillögu að matsáætlun” sem Ómar Bjarki Smárason jarðfræðingur hefur unnið og eru þau til kynningar á eftirfarandi stöðum frá og með 23. janúar til 6. febrúar 2005: Útprentuð eintök liggja frammi: - á skrifstofu sveitarfélagsins Skagafjarðar - á skrifstofu Akrahrepps - á skrifstofu Blönduóssbæjar - á skrifstofu Höfðahrepps Jafnframt er hægt að nálgast drögin á eftirfarandi vefsíðum: - www.blonduos.is - www.skagastrond.is - www.skagafjordur.is Hægt er að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, fyrirspurnum og ábendingum vegna “tillögu að matsáætlun” til: Stapi - Jarðfræðistofa Ómar Bjarki Smárason Ármúla 19, 108 Reykjavík eða á netfangið: stapi@xnet.is F.h. samstarfsnefndar um sorpförgun á Norðurlandi vestra Bjarni Maronsson, Skagafirði. Jóna Fanney Friðriksdóttir, Blönduósi Magnús B. Jónsson, Skagaströnd