Auglýsing um breytt aðalskipulag

Breyting á Aðalskipulagi Skagastrandar 2010-2022

Lega stofnpípu hitaveitu

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti 30. júlí 2013 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Skagastrandar 2010-2022 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í breyttri legu stofnpípu hitaveitu sunnan Vallarbrautar þar sem stofnpípan verður lögð austar en fram kemur í gildandi aðalskipulagi. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 9. júlí 2013 í mkv. 1:10.000, sjá heimasíðuna www.skagastrond.is

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sveitarstjóra Skagastrandar.

 

Sveitarstjóri Skagastrandar