Auglýsing um dreifikerfi hitaveitu á Skagaströnd

Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK hafa gert samning um lagningu hitaveitu til Skagastrandar. Fyrir liggur hönnun dreifikerfis um byggðina á Skagaströnd sem lögð verður til grundvallar efnispöntun og útboði framkvæmda við lagningu kerfisins.

Til að tryggja sem besta niðurstöðu og réttasta lýsingu á efni og vinnu er auglýst eftir athugasemdum við fyrirhugaðar lagnaleiðir. Sérstaklega er skorað á húseigendur á Skagaströnd að kynna sér uppdrátt sem liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og gera athugasemdir ef þeir telja að lagnaleiðir megi betur fara.

Sérstaklega skal tekið fram að nákvæm staðsetning heimæðar í hvert hús verður ekki ákveðin með umræddum uppdrætti en haft verður samráð við húseigendur um það þegar að framkvæmdatíma kemur.

Samhliða lögnum hitaveitunnar verða lagðar ljósleiðaralagnir til þeirra sem taka inn hitaveitu og þarf að gera ráð fyrir inntaksboxi ljósleiðara fyrir innan húsvegg.

Frestur til athugasemda við uppdráttinn er veittur til 6. febrúar 2012 og skal athugsemdum komið á framfæri á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar með því að leggja þar fram skriflegar athugsemdir eða með tölvupósti á magnus@skagastrond.is og taeknifr@skagastrond.is

 

 

Sveitarstjóri