Auglýsing um kynningarfund

 Undirritaður fyrir hönd byggingarnefndar Höfðahrepps boðar til kynningarfundar um staðsetningu og gerð jarðvegsmana austan Vetrarbrautar og norðan Ránarbrautar.

 

Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Fellsborg miðvikudaginn 16. nóvember kl 20.00.

 

Ástæða þess að boðað er til fundarins er hugmynd um byggingu jarðvegsmana norðan efstu húsa við Ránarbraut og einnig austan Vetrarbrautar. 

Byggingarnefnd taldi rétt að boða til kynningarfundar fyrir þá sem málið kann að varða og eru allir sem telja sig hafa hagsmuna að gæta velkomnir á fundinn.

Hafi hagsmunaaðilar athugasemdir við staðsetningu og fyrirkomulag fyrirhugaðra jarðvegsmana er óskað eftir að athugasemdum verði komið á framfæri skriflega fyrir 1. desember nk.

 

 

Skagaströnd, 14. nóvember 2005

 

 

 

_________________________________

Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri