Auglýsing um störf

Störf flokksstjóra

 

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir laus til umsóknar störf flokksstjóra í vinnuskóla sumarið 2009. Gert er ráð fyrir að flokksstjórar hefja störf í maí og vinni til seinni hluta ágústmánaðar.

Við leitum að hressum, duglegum og samviskusömum einstaklingum sem hafa verkreynslu og áhuga á að starfa með unglingum í skemmtilegri útivinnu.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu sveitarfélagsins eigi síðar en 17. apríl næstkomandi.

Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni og á www.skagastrond.is .

Launakjör eru skv. kjarasamningi við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar.

 

Sveitarstjóri