Auglýsing vegna húsaleigubóta

Grunnbætur húsaleigubóta fyrir hverja íbúð hækka úr 8.000 kr. í 13.500 kr. á mánuði.

Bætur vegna fyrsta barns hækka úr 7.000 kr. í 14.000 kr.á mánuði.

Bætur vegna annars barns hækka úr 6.000 kr. í 8.500 kr. á mánuði.

Hámarkshúsaleigubætur hækka úr 31.000 kr. í 46.000 kr. á mánuði.

Aðrar grunnfjárhæðir eru óbreyttar. Hækkunin tekur til greiðslu húsaleigubóta vegna aprílmánaðar sem koma til greiðslu um næstu mánaðarmót.

Þeir sem telja sig eiga rétt á húsaleigubótum eftir þessar breytingar eru beðnir um að skila inn umsókn sem fyrst.

Reiknivél Félagsmálaráðuneytis fyrir húsaleigubætur má finna hér http://www.felagsmalaraduneyti.is/malaflokkar/husnaedismal/husaleigubaetur/reikniforrit/nr/964