Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2011/2012 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 1182, 21. desember 2011

 

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir:

Kaldrananeshreppur (Drangsnes)

Akureyri (Grímsey)

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 297/2012 í Stjórnartíðindum

 

Sveitarfélagið Vogar  

Vesturbyggð  (Brjánslækur, Bíldudalur)

Árneshreppur

Strandabyggð (Hólmavík)

Blönduósbær  (Blönduós)

Sveitarfélagið Skagaströnd

Fjallabyggð  (Siglufjörður, Ólafsfjörður)

Akureyri (Hrísey)

Grýtubakkahreppur (Grenivík)

Vopnafjarðarhreppur (Vopnafjörður)

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar.  Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2012.

 

Fiskistofa, 27. mars 2012.