Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2012/2013

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. ákvæðum reglugerðar nr. 628/2012 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013.

 

Sandgerði

Seyðisfjörður

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum, sbr. reglugerð nr. 1015/2012 í Stjórnartíðindum.

 

Árneshreppur

Sveitarfélagið Skagafjörður (Sauðárkrókur og Hofsós)

Langanesbyggð (Bakkafjörður og Þórshöfn)

Samkvæmt ákvörðun Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, endurauglýsir Fiskistofa eftir umsóknum um byggðakvóta fyrir neðanskráð byggðarlög, skv. ofnanskráðum sérreglum.

Áður innsendar umsóknir gilda.

Snæfellsbær  (Arnarstapi, Hellissandur, Rif og Ólafsvík)

Sveitarfélagið Skagaströnd

Sveitarfélagið Hornafjörður

Hér er  síða með nánari leiðbeiningum og  krækjur í umsóknareyðublaðið og samningseyðublaðið sem nota á.

Vakin er athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi.

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2012.