Aukin þjónusta á Skagaströnd

Eygló snyrtistofa hefur aftur hafið starfsemi á Skagaströnd eftir nokkur hlé. Þar er boðið upp á alhliða snyrtingu  sem hefur ekki verið í boði hér að undanförnu. Það er Eygló Amelía Valdimarsdóttir sem á og rekur snyrtistofuna en stofan er í húsnæði Vivu hársnyrtistofunnar. Ekki þarf að efast um að margir fagni þessari auknu þjónustu enda eru einkunnarorð snyrtistofunnar, Geislandi fegurð & vellíðan, lýsandi fyrir það sem fólk sækir á stofuna hjá Eygló. Opnunartími þessa nýja fyrirtækis er eftir samkomulagi en hægt er að hafa samband og panta tíma á facebooksíðunni: www.facebook.com/Eyglósnyrtistofa/  eða í síma 8684482.