Barnaball og blóðsykursmæling hjá Lionsklúbbi

Jólatréskemmtun

 

 

Árleg jólatréskemmtun Lionsklúbbs Skagastrandar verður haldin í Fellsborg miðvikudaginn 26. desember (annan í jólum). Skemmtunin hefst kl 15:00. Fjölskyldur eru hvattar til að fjölmenna og eiga notalega stund með börnunum.

Enginn aðgangseyrir.

 

 

 

 

 

Blóðsykursmælingar

 

Lionsklúbbur Skagastrandar hefur ákveðið að bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingar í tengslum við skötuveislu í Fellsborg á Þorláksmessu. Mælingar á blóðsykri er tiltölulega einföld mæling sem getur gefið til kynna hvort fólk sé með sykursýki eða ekki. Verkefnið er unnið í samstarfi við Heilsugæsluna á Skagaströnd. Fólk er hvatt til þess að nýta sér þessa þjónustu.

 

 

Með jólakveðju Lionsklúbbur Skagastrandar