Biblíumaraþon í Hólaneskirkju

Biblíumaraþon í Hólaneskirkju

Mánudaginn 21. október 2019 frá kl. 20.00 -  21.15
Kæru íbúar
Unglingar í Æskulýðsfélagi Hólaneskirkju ætla að halda Biblíumaraþon og taka við áheitum til að fjármagna ferð þeirra á Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar sem haldið er í Ólafsvík 25. – 27. október 2019.

Þau ætla að lesa upp úr Biblíunni – Markúsarguðspjall. Það verður spurningarleikur og sýndar ljósmyndir sem þau tóku í þemanu „Græn í garði Guðs.“

Hægt er að gæða sér á kökum, kaffi, djús og kakó fyrir vægt verð.
Lítið við í kirkjuna í kvöld.

ÆSKULÝÐSFÉLAG HÓLANESKIRKJU