BioPol ehf. á Skagaströnd semur við Skota

Fréttatilkynning 6. nóvember 2007

Samstarf milli Íslendinga og Skota í sjávarlíftækni

BioPol ehf. á Skagaströnd semur við Skota

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing milli Íslendinga og Skota um menntun, vísindi og rannsóknir í sjávarlíftækni. Að samningnum standa sjávarlíftæknifyrirtækið BioPol ehf. á Skagaströnd, Háskólinn á Akureyri og The Scottish Association for Marine Science.

Búist er við miklum árangri af samstarfi BioPol ehf, Háskólans á Akureyri og The Scottish Association for Marine Science, en viljayfirlýsing um margþætt samstarf var undirrituð á dögunum. Samkvæmt yfirlýsingunni er meðal annars ætlunin að stunda sameiginlegar rannsóknir, skiptast á starfsfólki, rannsóknargögnum og öðrum upplýsingum. Þá verður staðið fyrir styttri akademískum námsleiðum, ýmis konar námskeiðum og fundum. Síðast en ekki síst munu námsmenn eiga þess kost að stunda nám og rannsóknir hjá báðum fyrirtækjum.

BioPol ehf. hóf starfsemi í september á þessu ári og er markmiðið að stunda rannsóknir á lífríki sjávar, m.a. í Húnaflóa, rannsóknum í líftækni, nýsköpun og markaðssetningu á líftækniafurðum úr sjávarlífverum og fræðsla á háskólastigi í tengslum við þessar rannsóknir.

Strax í upphafi var ákveðið að leita út fyrir landsteinanna að samstarfsaðilum og fljótlega varð The Scottish Association for Marine Science (SAMS) fyrir valinu, en fyrirtækið er staðsett í Oban, litlum bæ á vesturströnd Skotlands. Fyrirtækið er eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur hvað lengst lagt fyrir sig rannsóknir í sjávarlífræði. SAMS hefur stundað rannsóknir á landgrunni Skotlands og í Norður-Íshafinu og leggur áherslu á að skoða þær breytingar sem orðið hafa í norðurhöfum. Til viðbótar þessu hafa samtökin boðið upp á háskólanámskeið í haffræði og þjálfað stúdenta í rannsóknaraðferðum.

Viljayfirlýsingin var undirrituð í höfuðstöðvum SAMS í Oban í Skotalandi. Viðstaddir voru fulltrúar beggja fyrirtækja, Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Alp Mehmet breski sendiherrann á Íslandi og Þorsteinn Gunnarsson háskólarektor.

Ætlunin er að leita eftir fjármögnum á verkefnum hér á landi, í Skotlandi og hjá Evrópusambandinu. Samstarfsaðilar fyrir hönd Biopol ehf. verður Halldór Ólafsson, framkvæmdastjóri og fyrir Háskólann á Akureyri Hjörleifur Einarsson, prófessor.

Gildistími samningsins er fimm ár og er ætlunin að endurskoða hann og framlengja verði góður árangur af samstarfinu.

Samninginn undirrituðu fyrir hönd SAMS, Graham Simmield prófessor, fyrir BioPol ehf. Halldór G. Ólafsson  framkvæmdastjóri, og fyrir hönd Háskólans á Akureyri Þorsteinn Gunnarsson.

 

Frekari upplýsingar gefur:

Halldór Ólafsson

framkvæmdastjóri BioPol ehf

S. 452-2977 og 896-7977

 

 

Mynd:

Meðfylgjandi er mynd sem tekin var við undirritun samningsins. Á myndinni eru eftirtaldir, frá vinstri talið: Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, Þorsteinn Gunnarsson, rektor H.A, Graham Shimmield, framkvæmdastjóri SAMS, Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri BioPol ehf. og Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra.