BioPol hlýtur tæplega 19 m.kr. styrk úr Matvælasjóði

Matvælaráðherra hefur úthlutað um 577 milljónum króna úr Matvælasjóði. Alls hlutu 53 verkefni styrk en 177 umsóknir bárust til sjóðsins. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til fyrirtækja til að styrkja markaðsinnviði og markaðssókn afurða tengdum íslenskri matvælaframleiðslu og stuðla þannig að nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu. 

Sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd er á meðal þeirra sem hlaut styrk, 18.928.560 kr. fyrir verkefnið Hrognkelsafengur – hnossgæti úr sjó.

Úthlutun Matvælasjóðs 2023 má sjá hér.

 

Er BioPol óskað innilega til hamingju með þennan glæsilega styrk!