Birkir Rafn Gíslason með sólóplötu og útgáfutónleika.

 

 

Þessa daganna er að koma út ný plata með tónlist Skagstrendingsins Birkis Rafns Gíslasonar. Platan ber nafnið Single Drop. Úrvalslið tónlistarmanna spilar og syngur með Birkir, meðal þeirra eru bræðurnir Ragnar Zolberg og Egill Örn Rafnssynir úr Sign svo og Ásta Sveinsdóttir sem meðal annars hefur sungið með Gus Gus. Plata þessi hefur verið í vinnslu s.l. eitt og hálft ár. Tónlistin er að sögn Birkis tilraunakennt popp-rokk.  

 

Birkir hefur að undanförnu starfað meðal annars með Fabúlu og ýmsum djass- og rokktónlistarmönnum. Í síðasta mánuði var Birkir ásamt Fabúlu og hljómsveit í tveggja vikna tónleikaferð í Kanada. Á síðasta ári samdi Birkir meðal annars tónlistina við eistnesku kvikmyndina Another. Birkir starfar einnig sem tónlistarkennari í í Gítarskóla Íslands og Tónlistarskóla Seltjarnarnes.

 

Fimmtudaginn 14. júní voru útgáfutónleikar plötunnar í Tjarnarbíói í Reykjavík. Voru tónleikarnir vel sóttir og móttökur áheyrenda mjög góðar.

 

Platan er væntanleg í verslanir næstu daga en heyra má af disknum á slóðinni: www.myspace.com/singledrop