Björgunarskip Strandar

Björgnarskip Björgunarsveitarinnar Strandar og  Björgunarbátasjóðs Húnaflóa kom til landsins á sunnudaginn var. Samskip flutti skipið frá á Englandi og skipaði því upp í Reykjavík. Verið er að undirbúa skipið til siglingar í heimahöfn á Skagaströnd og verður greint nánar frá komu þess þegar nær dregur. Um er að ræða fullbúið björgunarskip en Landsbjörg hefur á undanförum árum staðið fyrir átaki í að kaupa hingað skip frá Bretlandi og staðsetja víðsvegar um landið. Á meðfylgjandi korti sem fengið er frá Landsbjörgu má sjá staðsetningu björgunarskipanna og viðbragðstíma þeirra.