Blysför - Brenna - Flugeldasýning


Fyrirkomulag áramótabrennu og blysfarar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.  Brennan verður staðsett við Snorraberg (vegamót Vetrarbrautar og Ásvegs) og leggur blysförin af stað frá félagsheimilinu Fellsborg.

 

Lagt verður af stað frá Fellsborg kl 20:30 og kveikt verður í brennunni um kl 20:45.  Þegar góður eldur er kominn í bálköstinn sjáum við glæsilega flugeldasýningu sem styrkt hefur verin af fyrirtækjum bæjarins.

 

Þökkum stuðninginn og með von um góða þáttöku.

Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram