Bók um Þórdísi spákonu

Út er komin bók um Þórdísi spákonu með undirheitið "sagan sem síðast var rituð". Höfundar bókarinnar eru Dagný Marín Sigmarsdóttir, Svava G. Sigurðardóttir og Sigrún Lárusdóttir.

Í formála bókarinnar er gerð grein fyrir þeim sagnabrotum sem stuðst var við þegar sagan var rituð. Þar kemur fram að álykta megi að Þórdís hafi verið kvenskörungur mikill og sýnt rausn og skörungsskap í hvívetna. Hún hafi ýmist verið talin hin mesta fordæða, framsýn og fylgin sér, sáttasemjari eða fjölkunnug og búin mikilli spádómsgáfu. Ráðist hafi verið í ritun þáttar um æfi Þórdísar til að bæta fyrir sleggjudóma sögualdar. Með ritun sögu Þórdísar sé reynt að draga fram kosti hennar ekki síður en galla og sýna fram á áhrif er hún hafði í héraðinu.

Þórdís var fyrsti nafntogaði Skagstrendingurinn og gæti hafa numið land á Skagaströnd þar sem einskis annars er getið í Landnámu.

Bókin er til sölu í Spákonuhofinu á Skagaströnd