Borgarafundur 16. júní 03

Mánudaginn 16. júní 2003 var haldinn borgarfundur í félagsheimilinu Fellsborg. Á fundinn mætti hreppsnefnd Höfðahrepps auk uþb. 60 íbúa á Skagaströnd. Á fundinum voru kynntar helstu niðurstöður í fjárhagsáætlun 2003 og ársreikning 2002. Á fundinum voru rædd ýmis hagsmuna- og áhugamál íbúa og sveitarfélags. Fundurinn var líflegur og umræðan málefnaleg þótt mörg mál væru til umræðu.