Borgarafundur um endurskoðun stjórnarskrárinnar

Boðið er til opins borgarafundar um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Fundurinn verður haldinn á Fjölbrautarskólanum bóknámshúsi, Sauðárkróki 12. október og hefst kl. 17:00.

Til fundarins er boðið af Stjórnlaganefnd og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Nefndarmenn greina frá áformum um endurskoðun stjórnarskrárinnar, frá þjóðfundi til þjóðarinnar. 

Fundurinn hefur það að markmiði að sjónarmið íbúa um inntak stjórnarskrárinnar og hvernig samfélag þeir vilja byggja fái hljómgrunn. Allir eru hvattir til að mæta og láta rödd sína heyrast.

Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni: www.thjodfundur2010.is

Stjórnlaganefnd og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.