Börn flytja jólalög á jólamarkaðnum

Jólamarkaður verður í dag ,laugardaga, á vegum Djásna og dúlerís í Gamla kaupfélagshúsinu rétt eins og undanfarnar helgar.

Þarna er margt eigulegt til sölu og ábyggilegt að hægt er að finna góðar jólagjafir fyrir unga sem aldna.

Og það heyrir til tíðinda að í dag koma börn úr tónlistarskólanum og flytja jólalög.

Jólamarkaðurinn er líka opinn á morgun, sunnudag.