Bragðefni verða til á Skagaströnd

 

 

Frá 1999 hefur fyrirtækið SERO ehf starfað á Skagaströnd. SERO hefur þróað ýmsar gerðir bragðkjarna fyrir matvælaiðnaðinn. Ensím eru notuð til að brjóta niður prótein við framleiðslu sjávarbragðefnanna, sem fyrirtækið framleiðir. AVS sjóðurinn styrkti fyrirtækið með forverkefnisstyrk til að þróa þangbragðefni.

SERO hefur þróað framleiðsluaðferðir til að einangra þá bragðkjarna sem eftirsóttir eru við gerð tiltekinna bragðlykla “ flavors keys”, sem eru svo notaðir til að útvega þann bragðprófil “ flavor profile”, sem markaðurinn biður um.

Steindór Haraldsson RC ( Reserch Chef ) hefur þróað og hannað verksmiðjuna og þær vörur sem SERO framleiðir, en afurðirnar eru fyrst og fremst seldar til Bandaríkjanna. Meðal annars eru framleiddir bragðkjarnar úr rækju. humri, þorski og öðrum bolfiski, skelfiski, saltfiski, síld og þangi. Bragðkjarnarnir eru í fljótandi formi og seldir sem kælivara.

SERO er í samvinnu við mörg skyld og sambærileg fyrirtæki bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og taka þau virkan þátt í að meta afurðirnar, sem framleiddar eru á Skagaströnd.

(Frétt á www.avs.is)