Bréf frá Lionsklúbbi Skagastrandar vegna styrktarsjóðs

 

Ágætu Skagstrendingar og nærsveitamenn

 

 

Lionsklúbbur Skagastrandar hefur opnað reikning til styrktar einum af íbúum okkar, Dóru Sveinbjörnsdóttur, sem hefur greinst með alvarlegan sjúkdóm. Baráttan við veikindi og fjarvera frá vinnu mun óhjákvæmilega hafa fjárhagslega erfiðleika í för með sér.  

Lionsklúbburinn telur mikilvægt að fólk sem lendir í slíkum erfiðleikum geti nýtt alla sína orku til að ná bata og að þungar fjárhagsáhyggjur trufli ekki batahorfur.

         

Lionsklúbburinn hefur stofnað reikning nr. 0160-05- 63000  kt. 700704-3270  í Landsbankanum á Skagaströnd þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum sem að renna til þessa verkefnis. Tryggt er að ekki verði hægt að rekja hvaðan framlög berast.

 

                                      

 

 

Með von um góðar viðtökur

 

Lionsklúbbur Skagastrandar