Bréf til gjaldenda fasteignagjalda

Greiðsla fasteignagjalda

 

Ágætu fasteignaeigendur

Við álagningu fasteignagjalda 2011 var ákveðið að draga úr pappírsnotkun með því að senda einungis prentaða greiðsluseðla til þeirra sem þess óska.

 

Fyrsti gjalddagi álagningar var þó sendur út með hefðbundnum hætti og gert ráð fyrir að þeir sem óska eftir útprentuðum greiðsluseðlum notuðu tímann til að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Annar gjalddagi fasteignagjalda sem er 1. mars hefur verið sendur út á prentuðum seðlum til þeirra sem þess óskuðu. Eindagi gjaldanna er 31. mars og því er enn tími til að óska eftir útprentuðum greiðsluseðlum.

 

Skorað er á þá sem ekki hafa aðgang að rafrænum greiðslum að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 455 2700.

 

 

 

Skagaströnd, 1. mars 2011

 

 

Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri