Breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar 2010-2022

Skagastrandarhöfn rýmkun á skilgreindu hafnarsvæði.

Sveitarstjórn samþykkti 3. apríl 2018 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagastrandar samk. 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að hafnarsvæði sveitarfélagsins er skilgreint rýmra en í gildandi aðalskipulagi. Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 4. apríl 2018 í mkv. 1:100.000.

Breytingin verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagastrandar.

 

Sveitarstjóri Skagastrandar

Magnús B. Jónsson