Breytingar hafa orðið á bílaflota björgunarsveitarinnar Strandar.

Afhending á nýjum bíl björgunarsveitarinnar Strandar
Afhending á nýjum bíl björgunarsveitarinnar Strandar

Björgunarsveitin hefur verið með þrjá bíla og voru tveir af þeim komnir nokkuð til ára sinna og hafa þurft töluvert viðhald.  Eftir umræður á aðalfundi sveitarinnar var ákveðið að selja Unimog árg. 1981 og Chevrolet suburban árg. 1988 og kaupa Ford Econoline árg. 2000 sem björgunarsveitin í Varmahlíð hafði boðið sveitinni til kaups.

Meðal útbúnaðar bifreiðarinnar er low gear, 6 tonna spil, læst drif, sjúkrabörur og fleira, auk þess er bíllinn breyttur fyrir 44” dekk. Sæti í bílnum eru fyrir 12 manns. Björgunarsveitin á fyrir Toyota Landcruser 90 árg. 2004 breyttan fyrir 38”

Með þessum kaupum vonast menn til að minni tími fari í viðhald.

Vinnufundir eru á hverju þriðjudagskvöldi og er vel mætt,

þá er einnig tekið á móti einnota drykkjarumbúðum.

Alltaf heitt á könnunni og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.