Breyttar reglur samkomubanns 4.maí nk.

Frá og með 4. maí næstkomandi taka gildi nýjar reglur um fjölda- og nálægðartakmarkanir vegna Covid-19.

Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns og því verður heimilt að hefja á ný ýmsa þjónustu.

Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast þó óbreyttar.

Eftirfarandi fyrirkomulag verður á starfsemi og þjónustu í sveitarfélaginu frá og með 4. maí nk.:

  • Skrifstofa sveitarfélagsins mun opna á ný og verður opnunartími hefðbundinn frá 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga.
  • Bókasafn mun opna á ný og verður opið á hefðbundnum opnunartímum safnsins sem hér segir:
    • mánudaga kl. 16-19
    • miðvikudaga kl. 15-17
    • fimmtudaga kl. 15-17
  • Íþróttahús og sundlaug verða áfram lokuð fyrir almenningi en opið verður fyrir íþrótta- og sundkennslu fyrir grunnskóla.
  • Skólastarfs bæði í leik- og grunnskóla verður með hefðbundnum hætti frá og með mánudegi 4. maí og munu skólastjórnendur halda áfram góðu sambandi við nemendur og forráðamenn og senda allar nauðsynlegar upplýsingar til viðkomandi aðila.
  • Undirheimar, félagsmiðstöð fyrir ungmenni verður opin að nýju.
  • Námsstofa að Einbúastíg 2 verður opin.
  • Áætlað er að félagsstarf aldraðra geti hafist að nýju en nánara fyrirkomulag verður tilkynnt í næstu viku.

Þrátt fyrir ofangreindar tilslakanir er mikilvægt að árétta að íbúar viðhaldi áfram þeim sóttvarnaraðgerðum sem sóttvarnarlæknir hefur boðað:

  • Handþvott
  • Notkun á sótthreinsiefnum/hand spritti
  • Tíð hreinsun snertiflata
  • Forðast fjölmenni
  • Virða 2 m regluna sem er enn í gildi

Forstöðumenn og stjórnendur stofnana sveitarfélagsins munu gefa út eða hafa aðgengileg tilmæli varðandi sóttvarnaraðgerðir sem íbúar eru beðnir um að virða við notkun á þjónustu, en snýr það aðallega að því að virða 2 m regluna og sinna handþvotti áfram rækilega.

Þá er óskað eftir því að heimsóknir á sveitarfélagsskrifstofu verði takmarkaðar eins og kostur er.

Enn hefur ekkert smit greinst í Austur-Húnavatnssýslu en biðlað er til íbúa að halda sig heima við ef flensueinkenni gera vart við sig og setja sig í samband við heilsugæslu.

Sveitarfélagið þakkar kærlega fyrir það góða samstarf sem íbúar hafa sýnt varðandi sóttvarnaraðgerðir síðustu vikur og mánuði. Við höldum áfram að standa saman í þeim verkefnum sem okkur er falið að takast á við.

Sveitarstjóri