Brjálað Ball !!!!

Við bjóðum á ball vegna verkloka við lagningu hitaveitu

Þar sem vinnu okkar við lagningu hitaveitu á Skagaströnd er að ljúka munum við halda upp á það með því að bjóða öllum sem vilja á ball með hljómsveitinni Hvanndalsbræðrum í Kántrýbæ föstudaginn 13 september nk. Húsið opnar kl 23.00

Um leið og við þökkum íbúum á Skagaströnd kærlega fyrir gott samstarf í sumar vonum við að sem flestir muni mæta og eiga gleðistund með okkur og Hvanndalsbræðrum á góðu balli.

GV-Gröfur og Sorphreinsun VH