Brúðuleikhús í blíðunni

Brúðubíllinn var á ferðinni á Skagaströnd í gær og kom sér fyrir á Hnappstaðatúni eftir hádegið í blíðskaparveðri. Margir sóttu sýninguna sem var í boði Höfðahrepps. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skín áhugi og einbeiting úr hverju andliti og vissara að vera við öllu búin þegar Blárefurinn ógnvænlegi fer á kreik.