Brunahaninn galar ...

Veðurskipið Bravo sendi þessa gerfihnattarmynd af veðurlagi á Skagaströnd í morgun en einn úr áhöfninni tók hana á frívakt. Á myndinni má vel greina hina björtu strönd, hús og bíl en fátt fólk virðist vera á ferli. Brunahaninn galar í góðviðrinu en færist ekki úr stað.

Veðurlýsing
Skagaströnd klukkan 11:30: Skyggni  er að minnsta kosti 60 km, bjartviðri hið mesta, sól fer hækkandi á himni, flóðahæð er 1,08 m, 9 m/s, hvíðan er 11 m/s, kviðir eru útistandandi, vindátt er norðnorðvesta, loftþrýstingur er stöðugur i 1024 hPa og loftihiti er -1,7 gráður.

Veðurspá
Vor í nánd, vetur næstum að baki, Icesave framundan.

Næst verða fluttar veðurfréttir frá Skagaströnd.