Bryndís les í Bjarmanesi úr bók sinni

Bryndís Scram les upp úr bók sinni Í sól og skugga í Bjarmanesi á sunnudaginn kl. 16.

Bókin er endurminningar Bryndísar þar sem hún dregur upp litríkar mannlífsmyndir frá Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Ameríku, Finnlandi, Eystrasaltslöndunum, Suður-Evrópu og ekki síst frá öðrum heimkynnum sínum, Andalúsíu.

Ævintýraleg tilvera, heitar tilfinningar og iðandi mannlíf - allt þetta ber hún hér fram á blómum skrýddu veisluborði minninganna.