Búðu til þína eigin Kransaköku.

Þann 17.mars næstkomandi mun vera haldið námskeið í kransakökugerð á Skagaströnd.

Námskeiðið er haldið undir leiðsögn Halldórs Kr. Sigurðssonar bakar og konditor.

 Fyrirkomulag námskeiðisins

Hver og einn þáttakandi mun útbúa 40 manna kransaköku sem hann/ hún getur síðan fryst og boðið upp á í fermingarveislunni sinni eða öðrum viðburði.

Kennt verður hvernig á meðhöndlar massann, hvernig kakan er sett saman og hugmyndir af skreytingu.

Einnig verða þátttakendum kennt hvernig er hægt að að útbúa súkkulaðiskraut á einfaldan máta.

Námskeiðið mun taka um það bil tvær og hálfa klukkustund og þátttölugjald mun vera 6.990 kr.

Allt hráefni og bakstur er innifalið í verðinu.

Einnig er hægt að kaupa auka massa ef fólk vill stækka kökuna eða búa til kransakökubita, ekki er nauðsynlegt að sækja námskeiðið til þess.

Þessi námskeið hafa verið haldin á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár á vegum Blómavals og hafa þau verið mjög vinsæl,fyrir þá sem eru að fara að ferma þá er fermingarbarnið oft tekið með og hjálpar það við að gera köku fyrir sýna eigin fermingarveislu.

Námskeiðið verður haldið í Félagsheimilinu á Skagastönd þann 17.mars næstkomandi frá kl 12:00 til 14 :30.

Nauðsynlegt er að taka með sér ílát til að geyma kökuna í, farið verður með hana heim ósamansetta.

.

Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á solnoi@hotmail.com eða hringið í síma 690 9078.

Skráning þarf að vera með fullu nafni, síma og hvert námskeiðið verður sótt.

12.mars er allra síðasti dagur til að skrá sig.

Frekari upplýsingar um námskeiðið getur þú fengið í skráningarsíma eða sent tölvupóst.

Vonandi sjá sem flestir sér fært á að mæta á þetta skemmtilega námskeið :)

Halldór Kr. Og Margrét Sól.