Busker námskeið á Kántrýdögum

Á Kántrýdögum á Skagaströnd 15. til 17. ágúst  verður haldið svokallað „busker“ námskeið. Aðaleiðbeinandi verður tónlistamaðurinn KK sem hefur langa reynslu af „buski“. Þátttakendum gefst svo kostur á að reyna sig við busk á Skagaströnd og jafnvel koma fram á sviði á samt KK og fleiri buskurum.

„Busk“ er aldagömul aðferð listamanna til að hafa í sig og á. Þetta er aldagömul listgrein og hluti af menningu margra stórborga. Þó ekki sé mikið um busk hér á landi hafa áreiðanlega flestir þeir sem til útlanda komið orðið vitni af einhvers konar buski. Buskarar koma fram á götum og torgum, eru með alls kyns uppistand, þeir spila, syngja, leika leikrit, þykjast vera styttur, dansa, halda boltum á lofti og svo framvegis og vegfarendur launa þeim framtaki með peningagjöfum. Greinagóða lýsingu á buski má finna á Wikipedia.

Til þess að kynna buskið hafa aðstandendur fengið tónlistarmanninn KK til liðs við sig. Hann stundaði busk lengi erlendis, meðal annars í Svíþjóð þar sem hann bjó um þrettán ára skeið. Hann hefur fengið sér til halds og traust einn þekktasta busker í Evrópu, Leo Gillespie. Sá hefur víða farið, m.a. komið nokkrum sinnum hingað til lands, spilar á gítar og syngur rámri viskírödd lög eftir sjálfan sig og aðra (sjá http://www.leogillespie.com). Þá mun æskuvinur og meðspilari KK til margra ára Þorleifur Guðjónsson, bassaleikari, einnig leiðbeina á námskeiðinu.

Námskeiðið stendur yfir frá fimmtudeginum 14. ágúst til laugardagsins 16. ágúst og er dagskrá sem hér segir:

DAGS.                                   TÍMI

Fimmtudagur 14. ágúst          kl. 20:00-22:00

Föstudagur 15. ágúst             kl. 17:00-19:00

Laugardagur 16. ágúst           kl. 14:00-16:00

Ef þátttakendur verða mjög margir gæti þurft að skipta hópnum upp og gætu þá tímasetningar breyst að einhverju leyti.  

Námskeiðið endar með uppskeruhátíð þar sem þeir KK og Leo Gillespie koma saman ásamt þeim sem sótt hafa námsskeiðið. Einnig verða settar upp busk stöðvar víða um bæinn þar sem þátttakendum er frjálst að spreyta sig ýmist einir eða í hópum. Tekið skal fram að það eru ekki sett nein mörk við hvaða hljóðfæri fólk notast við og eru allir tónlistaráhugamenn hvattir til að vera með. 

Skráning er hafin á skagastrond@gmail.com og í síma 868-4925, einnig má fá nánari upplýsingar á þessu netfangi og símanúmeri. Þátttökugjald er 5000 kr. og skal greiða gjaldið við skráningu inná reikning 0160-05-61303 kt.150672-5389. Fylgist með á www.skagastrond.is en þar munu verða settar fréttir fram að námskeiði. 

Bakhjarlar verkefnisins ásamt Menningarsjóði Skagastrandar eru: Menningarráð noðurlands vestra og Tónastöðin, Skipholti 50d,  Reykjavík