Byggakur á Skagaströnd

Sáð hefur verið í byggakur á eins hektara lands norðan við Vetrarbraut á Skagaströnd. Ef að líkum lætur má gera ráð fyrir að uppskeran kunni verið allt að sex tonnum. Ekkert er þó fast í hendi, óvissuþættirnir eru margir, t.d. hitastig og ekki síður vindur í sumar.

Fyrir framtakinu standa Hallbjörn Björnsson, rafvirki, Adolf Berndsen, oddviti og fleiri og hópurinn fjármagnar verkefnið sjálfur.

Sáð var þremur byggtegundum sem heita Tyrill, Skúmur og Kría. 

Tyrill er viðkvæm byggtengund og getur átt erfitt uppdráttar hérna, hann er hávaxinn og þolir illa vind. Skúmur er íslenskt byggtegund og er talinn geta vaxið hér nokkuð auðveldlega. Kría er líka íslenskt afbrigði og talið er að geti hugsanlega vaxið þokkalega hér. 

Jónatan Líndal á Holtastöðum hefur veitt mikla aðstoð í framkvæmdina en hann og Hallbjörn hafa unnið að undirbúningi meira eða minna í tvö ár.

Eins og áður sagði byggist árangurinn á veðurfari en gert er ráð fyrir þreskingu um miðjan eða seinni hluta september.

Jónatan plægði, heflaði og tætti akurinn, Þröstur Líndal bar áburð á og Reynir Davíðsson valtaði.

Meðfylgjandi myndir tók Hallbjörn Björnsson fimmtudaginn 14. maí og bíður nú akurinn eftir að sumarið hellist yfir og byggið taki að vaxa.

Ýmsir hafa velt fyrir sér til hvers eigi að nota byggið. Því hefur svo sem verið skotið að Hallbirni að byggið gæti hentað í bjórframleiðslu ...