Bygging Heilsugæslu

Fjárveitingar til byggingar heilsugæslu á Skagaströnd voru samþykktar á alþingi í haust. Um er að ræða nýbyggingu sem tengist við Sæborg, dvalarheimili aldraðra og á hún að rísa við Norðurbraut. Fjárveitingin á að koma verkefninu vel af stað og er stefnt að því að bjóða hana út á síðari hluta ársins. Með þessari framkvæmd næst sá áfangi að heilsugæslan verður á einni hæð og aðgengi allt annað, en í dag er hún á annari hæð og engin lyfta í því húsi.