Dægurlagamessa í Hólaneskirkju á Skagaströnd

 

Dægurlagamessa í Hólaneskirkju á Skagaströnd sunnudagskvöldið 11. maí kl. 20:30. Flutt verða falleg og þekkt dægurlög eftir Guðmund Jónsson, Bubba Morthens, Geirmund Valtýsson, Magnús Kjartansson og fleiri. 

 

Kór Hólaneskirkju syngur við undirleik hljómsveitar kirkjunnar. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir organisti fer fyrir hljómsveitinni en auk hennar er hún skipuð Skarphéðni H. Einarssyni, Benedikt Blöndal og Valgerði Guðnýju Ingvarsdóttur.

Aðrir liðir messunnar eru meðal annars bæn, ritningarlestur og hugleiðing sem er í höndum séra Bryndísar Valbjarnardóttur. 

 

Verið hjartanlega velkomin að eiga ljúfa kvöldstund í Hólaneskirkju.