Dagskrá Kántrýdaga

Kántrýdagar verða 17.-19. ágúst nk. Dagskrá þeirra er nokkuð hefðbundin. Kántrýsúpan er á sínum stað í tjaldinu. Þar verða líka tónleikar föstudags og laugardagskvöld. Í Kántrýbæ verða böll og sýning kvikmyndarinnar Kúrekar norðursins. Hljómsveitirnar Gildran, Klaufar, Illgresi, 1860 og Sefjun eru kallaðar til leiks. Ljósmynda- og listsýningar ásamt handverkssölu eru einnig í boði ásamt spádómum og gönguferðum. Drög að dagskrá hátíðarinnar má finna hér:

http://www.skagastrond.is/kantrydagskra2012.pdf