Dagur leikskólans 6. febrúar nk.

„Við bjóðum góðan dag, alla daga“  þetta er kjörorð dags leikskóla sem haldinn er hátíðlegur 6. febrúar ár hvert. Mánudaginn 6. febrúar munu nemendur og kennarar  Barnabóls opna listsýningu í Landsbankanum á Skagaströnd með fjölbreyttum verkum eftir nemendur á aldrinum 1-6 ára.  Einnig verður farið á skirfstofu sveitarfélagsins þar sem afhent verður  plakat með gullkornum  leikskólanemenda sem  Félaga leikskólakennara og Félaga stjórnenda leikskóla hafa tekið saman. Vonum við að gullkornin eigi eftir að ylja mörgum um hjartarætur.  Tilgangurinn er vekja jákvæða umræðu í samfélaginu um leikskólann, um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara.  Í febrúar fer af stað samstarfsverkefni  milli  Leikskólans Barnabóls og Neslistamiðstöðvar í tilefni af 35 ára afmæli leikskólans  7. júní 2012. Hollenska listakonan AnneMarie von Splunter ætlar að gera heimildamynd um leik og starf nemenda Barnabóls og hún mun leitast við að fá til þátttöku eins marga núverandi og fyrrverandi leikskólanemendur og hægt er. Myndin verður sýnd á Skagaströnd, sett á heimsíðu Neslistamiðstöðvar og hugsanlega sýnd á kvikmyndahátíðum. Það er alltaf eitthvað spennandi að gerast í leikskólastarfinu á Barnabóli.

 3. febrúar 2012

Þórunn Bernódusdóttir