Deiliskipulag Hólanessvæðisins á Skagaströnd

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti á fundi sínum 25. maí 2011 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hólanessvæðisins á Skagaströnd samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagsuppdráttur, greinargerð og skráning húsa á Hólanessvæðinu munu vera til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar, Túnbraut 1-3 frá 27. júlí til 16. september 2011 Ennfremur er tillagan til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins, http://www.skagastrond.is/skipulagsmal.asp.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum skal skila til skrifstofu Skagastrandar fyrir 16. september 2011 og skulu þær vera skriflegar. 

Magnús B. Jónsson
sveitarstjóri