Draumaröddum norðursins vel tekið

Stúlknakór Norðurlands vestra syngur í dag í Hólaneskirkju og hefjast tónleikarnir klukkan 17. Kórinn hefur þegar komið tvisvar fram , á blönduósi og Hvammstanga, og hefur honum verið ákaflega vel tekið.

Aðgangurinn kostar 1.500 krónur og 800 fyrir grunnskólanemendur. Selt er við innganginn.

Ástæða er til að hvetja Skagstrendinga til að fjölmenna á tónleikanna.

Myndir:

  • Alexandra Chernyshova, listrænn stjórnandi
  • Elínborg Sigurgeirsdóttir, undirleikari
  • Margrét Petra Ragnarsdóttir, einsöngur í Katjusha
  • Sara Rut Fannarsdóttir, Ástrós Kristjánsdóttir og Margrét Petra Ragnarsdóttir, einsöngur í Dont cry for me Argentina
  • Stúlknakórinn á tónleikum í Blönduóskirkju