Dregið úr jólasveinalestri bókasfnsins

Dregið hefur verið í jólasveinalestri, leik sem bókasafn Skagastrandar var með fyrir jólin.
Vinningshafar eru Jón Benedikt Jensson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir.
Í vinning fengu þau bókina Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson og tvo miða Á þitt eigið leikrit eftir Ævar Þór sem verður sýnt í Þjóðleikhúsinu.
Bókasafn Skagastrandar óskar þessum ungu lestrarhestum innilega til hamingju með vinninginn og óskar þeim góðrar skemmtunar í leikhúsinu.

 

Kveðja Guðlaug