Drekktu betur

Árdís Indriðadóttir og Davíð Bragi Björgvinsson sigruðu í spurningakeppninni Drekktu betur sem haldin var síðasta föstudag.


Þetta er í annað sinn sem þau sigra og mætti eflaust álykta sem svo að uppeldið hjá Árdísi hafi gagnast Davíð vel, en hann er sem kunnugt er sonur hennar. 


Fjölmenni var sem fyrr í Kántrýbæ. Stjórnandi var Elva Dröfn Árnadóttir, kennari.


Meðfylgjandi myndir tók Ingibergur Guðmundsson.