Drekktu betur ... í kvöld

 

 

Spurningakeppni „Drekktu betur“ verður í kvöld í Kántrýbæ og er þetta í annað skiptið sem hún er haldin. Ókeypis er inn og ekkert kostar heldur að taka þátt.

 

Keppnin fer þannig fram að lesnar eru upp spurningar og viðstaddir skrifa niður svörin. Að því loknu, eftir þrjátíu spurningar, er farið yfir svörin. Það gera þátttakendur sjálfir, þeir skiptast á blöðum og spyrillinn les upp rétt svör og dæmir í vafaatriðum.

 

Spyrill í kvöld verður Ólafía Lárusdóttir, starfsmaður BioPol ehf á Skagaströnd. Óhætt er að lofa skepptilegum spurningum og fjölbreyttum. 

Auðvitað er tilgangurinn sá að skemmta sér og njóta samvista við aðra. 

Ekki spillir að bjórkassi er í verðlaun fyrir þá sem hafa flestar spurningar réttar, en þær verða að vera minnsta kosti að fimmtán, þ.e. 

helmingurinn. Að auki er ein „bjórspurning“, þ.e. allir sem hafa svarið rétt fá fullt bjórglas í verðlaun.

 

Síðast mættu rétt tæplega sextíu manns og búast má við enn fleirum núna. Keppnin hefst stundvíslega klukkan 21:30 í kvöld.