Drekktu betur á föstudag

Drekktu betur í Kántrýbæ

föstudaginn 24. febrúar 2012 kl. 21:30

 

Alþjóðlegar spurningar og þrír í liði

 

Nú breytum við aldeilis til því á föstudagskvöldið eru það fulltrúar Ness listamiðstöðvar sem sjá um spurningarnar en það eru Norðmaðurinn Sigbjörn Bratlie og Barbara Gamper frá Ítalíu sem semja spurningarnar og verða dómarar og alvaldar. Sigbjörn spyr á íslensku en Barbara þýðir yfir á ensku.

Líklega verða spurningarnar ekki alveg eins „lokal“ og stundum. Kannski verða ein eða tvær spurningar um listina, t.d. hver málaði Monu Lísu eða Ópið, nú eða hvað heitir konungur Noregs? Er Berlusconi enn forsætisráðherra Ítalíu?

Allaveganna verða spurningarnar, eins og venjulega, óvæntar og spennandi.

Svo ætlum við líka að prófa að hafa þrjá í liði og sjá hvernig það kemur út. Þá getið þið valið með ykkur fólk með sérsvið, kvikmyndir, tónlist, náttúrufræði o.s.frv.

Mætum öll á skemmtilegan leik.