Drekktu betur á föstudaginn kl 21:30!

Ólafía Lárusdóttir er spyrill, dómari og alvaldur í spurningakeppninni Drekktu betur sem haldin verður í Kántrýbæ föstudagskvöldið 15. janúar kl. 21:30

Hún starfar í Nes listamiðstöðinni, sér um að listamönnunum líði vel og reksturinn gangi snurðulaust fyrir sig. 

Ólafía hefur áður verið spyrill, dómari og alvaldur í Drekktu betur og einnig verið svo heppin að vinna. 

Hún lofar skemmtilegum spurningum; fimm spurningum um Venezuela, öðrum fimm um Skagaströnd, aftur fimm um kvikmyndir og sjónvarpsþætti og síðasta fimman verður um jólabækurnar. Loks verða 10 spurningar um allt milli himins og jarðar.