Drekktu betur í kvöld

Halldór Ólafsson, framkvæmdastjóri BioPol ehf., verður spyrill í spurningakeppninni Drekktu betur sem haldin verður í Kántrýbæ í kvöld.

A föstudagskvöldið verður sjötta og jafnframt síðasta spurningakeppnin á þessu ári. Fyrri keppnir hafa verið ákaflega skemmtilegar, spyrlar fróðir og komið á óvart með fjölbreytni sinni og ekki hafa þátttakendur verið síðri.

Halldór hefur verið önnum kafinn síðustu tvær vikur við að búa til spurningar sínar. Hann hefur auðvitað mestar áhyggjur yfir því að þær verði of léttar. Við sjáum nú bara til með það. Hitt vita flestir að hann hefur einu sinni unnið bjórkassann sem er í verðlaun og ætti nú að vita hverskonar spurningar þarf að leggja fyrir hina vísu Skagstrendinga.