Drekktu betur með Guðrúnu og Adda

Næsta spurningarkeppnin Drekktu betur verður föstudaginn 5. nóvember. Það verða þau Guðrún Elsa Helgadóttir og Arnar Viggósson sem semja spurningarnar og stjórna keppninni.

Að sjálfsögðu munu þau gera kvöldið að góðri skemmtun fyrir alla aldurshópa og því óhætt að hvetja fólk til að fjölmenna.

Að venju hefst keppnin klukkan hálf tíu og stendur væntanlega í um tvo tíma.