Dýralæknir kemur á Skagaströnd - Árleg ormahreinsun

Samkvæmt samþykkt um hundahald á Skagaströnd skulu allir hundar í sveitarfélaginu ormahreinsaðir ár hvert. 

Þriðjudaginn 26. apríl milli 16:00-18:00 mun dýralæknir frá Dýraspítalanum í Glæsibæ sinna ormahreinsun og verður með aðstöðu í áhaldahúsi sveitarfélagsins. 

Ormahreinsun er innifalin í árlegu hundaleyfisgjaldi. Ekki er nauðsynlegt að panta tíma. 

Sveitarstjóri