Egill Örn var í 1. sæti í stærðfræðikeppninni

Úrslit í stærðfræðikeppni

Verðlauna afhending mynd GK
Verðlauna afhending mynd GK

Egill Örn Ingibergsson í Höfðaskóla varð í fyrsta sæti í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og 9. bekkjar grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Sigfinnur Andri Marinósson, Varmahlíðarskóla varð í öðru sæti og Karl Vernharð Þorleifsson, Dalvíkurskóla í þriðja.

Úrslitakeppnin fór fram í gær en stærðfræðikeppnin hefur verið haldin árlega í sextán ár. Undankeppnin fór fram  18. apríl og tóku 127 nemendur af Norðurlandi vestra,  úr Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 15 nemendur í úrslit.

Stærðfræðikeppnin er samstarfsverkefni MTR og FNV, grunnskóla, stofnana og fyrirtækja á Norðurlandi vestra auk þess sem fyrirtæki utan kjördæmisins koma að verkefninu. Kennarar í stærðfræði við MTR og FNV báru hitann og þungann af samningu og yfirferð keppnisgagna, en grunnskólarnir sáu um fyrirlögn dæmanna í undankeppninni. Myndir

  1. Verðlaun

Point of View 10“ spjaldtölva frá Tölvutek

Kr. 10.000 frá styrktaraðilum.

Casio FX 570ES reiknivél frá A4

Gjafabréf frá Levi´s

Heyrnatól og mús frá Símanum

Gjafabréf frá Snara.is

Minnislykill frá Valberg ehf

Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum

  2. Verðlaun

Cannon Ixus frá Pedromyndum

Kr. 9.000 frá styrktaraðilum.

Casio FX 570ES reiknivél frá A4

Gjafabréf frá Levi´s

Heyrnatól og mús frá Símanum

Gjafabréf frá Snara.is

Minnislykilll frá Valberg ehf

Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum

  3. Verðlaun

Inntenso MP3 8GB mynd og hljóðspilari frá Tölvutek

Kr. 8.000 frá styrktaraðilum.

Casio FX 570ES reiknivél frá A4

Gjafabréf frá Levi´s

Heyrnatól og mús frá Símanum

Gjafabréf frá Snara.is

Minnislykill frá Valberg ehf

Verðlaunagripur frá KLM verðlaunagripum

  4-15. sæti: 

Gjafabréf frá Snara.is, minnislykill frá Valberg ehf. og kr. 7.000 frá styrktaraðilum

Auk ofangreindra styrktaraðila styrktu eftirtaldir keppnina með fjárframlögum:

Blönduósbær
Fjallabyggð
Húnaþing vestra
Sveitarfélagið Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagafjörður
Arionbanki
Landsbankinn
Sparisjóður Skagafjarðar

Fréttin skv. www.mtr.is