Eining býður upp á kaffi, súkkulaði og kökur

Kvenfélagið Eining býður Skagstrendingum og öðrum þeim sem áhuga hafa í aðventustund í kvöld, fimmtudaginn 9. desember kl. 20. Boðið verður upp á kaffi, heitt súkkulaði og kökur, tónlistaraðtriði og upplestur úr bókum.

Fólk er hvatt til að koma og eiga notalega stund saman á aðventunni.

Aðgangur er ókeypis en viðburðurinn er styrktur af Minningarsjóði hjónanna frá Garði og Vindhæli.