Einn framboðslisti á Skagaströnd.

Kjörstjórnin í Sveitarfélaginu Skagaströnd hefur tilkynnt að einungis hafi komið fram einn framboðslisti við sveitarstjórnarkosningarnar 29.maí n.k. - Það var H listi - Skagastrandarlistinn og er hann því sjálfkjörinn.

 

Skagastrandarlistinn er þannig skipaður

 

1. Adolf H. Berndsen framkvæmdastjóri

2. Halldór Gunnar Ólafsson framkvæmdastjóri

3. Péturína Jakobsdóttir skrifstofustjóri

4. Jón Ólafur Sigurjónsson tónlistarmaður

5. Jensína Lýðsdóttir skrifstofustjóri 

6. Baldur Magnússon sjómaður

7. Valdimar J. Björnsson vélstjóri

8. Svenný H. Hallbjörnsdóttir veitingamaður

9. Björn Hallbjörnsson rafvirki

10. Birna Sveinsdóttir snyrtifræðingur

 

Skagastrandarlistinn hefur boðið fram til sveitarstjórnar frá árinu 1994 en 5 fulltrúar skipa sveitarstjórn.